• homeslider 3
  • Enjoy life by a misterious lake
  • homeslider 2

Velkomin að Hengifossi

Hengifoss er einn hæsti foss landsins, mælist 128 m frá fossbrún og að botni hins stórfenglega gljúfurs. Bergveggirnir í gljúfrinu sýna ólík jarðlög frá eldgosum á tertíertíma jarðsögunnar þegar Ísland var að myndast. Það tekur um 40-60 mínútur að ganga frá bílastæði að fossinum. Á leiðinni er annar magnaður foss sem heitir Litlanesfoss. Sá er krýndur stuðlabergi sem er með því hærra á landinu og einstaklega myndrænt.

Ofanvert Hérað er þekkt fyrir fjölda náttúrudjásna og sögustaða. Í grennd við Hengifoss finnurðu fjölbreytta gistimöguleika, frábæra veitingastaði og afþreyingu. Upplýsingar um þetta allt er að finna hér á síðunni.

 

Ferð að fossinum


Hengifoss er eitt þekktasta aðdráttarafl ferðamanna á Austurlandi. Fossinn er 34 km frá Egilsstöðum á leið til Vatnajökulsþjóðgarðs og Kárahnjúka. Hérna finnur þú upplýsingar um þennan næsthæsta foss landsins.


Ferð að fossinum

road

Skipulegðu ferðina


Ofanvert Hérað, frá Hallormsstað og inn í Fljótsdal, er einstakt svæði með fjölda náttúrudjásna og sögustaða auk fjölbreyttrar þjónustu fyrir ferðamenn. Þar er að finna stærsta skóginn, næsthæsta fossinn og einstakar menningarminjar.


Skipulegðu ferðina

JBH-WyrmMonsterLifandi goðsögn

Lagarfljotsormur - a living legend in lake Lagarfljot

Lagarfljótið er eitt af mestu vatnsföllum Íslands. Vatnasvið þess nær frá Vatnajökli til Héraðsflóa. Þar sem það rennur um Fljótsdalshérað er það bæði fljót og stöðuvötn í senn. Stærsta stöðuvatnið nær úr Fljótsbotninum út undir Lagarfljótsbrú við Egilsstaði. Er það um 53 km2 að stærð og meðaldýpi er 51 m en mesta dýpi 112 m. Í þessum hluta Fljótsins eru heimkynni Lagarfljótsormsins.

Lestu meira um goðsögnina