Sýning um óbyggðirnar


Á Óbyggðasetrinu hefur verið sköpuð ævintýraveröld sem byggir á nálægðinni við óbyggðirnar og jaðarbyggðir þeirra. Lifandi sýning Setursins er skemmtileg leið til að kynnast óbyggðum Íslands. Gestum gefst jafnframt kostur á að njóta veitinga í einstöku umhverfi og að gista á safni. Sýningin er opin frá 15. maí og til 15. september alla daga frá kl. 11:00-18:00 og eftir pöntun á öðrum árstímum.


Tags: Wilderness center, , Óbyggðasetur Íslands