Hallormsstaðaskógur


Hallormsstaðaskógur er talinn stærstur skóga á Íslandi, um 740 ha. Hann er að mestu náttúrulegur birkiskógur en gerðar hafa verið tilraunir með innfluttar trjátegundir allt frá 1905.

Í skóginum eru tvö tjaldsvæði: Atlavík í fallegri vík niður við Lagarfljótið umvafið birkiskógi og Höfðavík sem er nýlegt tjaldsvæði með hærra þjónustustigi.

gönguleiðir og trjásafn

Hallormsstaðaskógur er vinsælt útivistarsvæði með merktum gönguleiðum og trjásafni þar sem er að finna yfir 80 tegundir víðsvegar að úr heiminum.

Kringum sumarsólstöður ár hvert (21. júní) er haldinn í skóginum Skógardagurinn mikli þar sem m.a. er keppt um Íslandsmeistaratitil í skógarhöggi.