Hengifoss


Hengifoss er einn hæst foss landsins, mælist 128 metrar frá fossbrún og að botni hins stórfenglega gljúfurs. Bergveggirnir í gljúfrinu sýna ólík jarðlög frá eldgosum á tertíertíma jarðsögunnar þegar Ísland var að myndast. Það tekur um 40-60 mínúturu að ganga frá bílastæði að fossinum. Á leiðinni er annar magnaður foss sem heitir Litlanesfoss. Sá er krýndur stuðlabergi sem er með því hærra á landinu og einstaklega myndrænt. Áin sjálf fellur í Lagarfljót, heimili hins heimsfræga skrímslis Lagarfljótsormsins. Margskonar gisting er í boði í nágrenninu, veitingar og afþreying. Þú finnur allar upplýsingar um það á þessari heimasíðu og tengla við samfélagsmiðla og myndasíður. Njóttu lífsins við Lagarfljót.