Fljótsdalsgrund gistihús


Gistihúsið Fljótsdalsgrund við félagsheimilið Végarð býður upp á gistingu í rólegu umhverfi allt árið í rúmgóðum herbergjum með eldunaraðstöðu og sérbaðherbergi, með eða án morgunverðar. Boðið uppá heimilislegan kvöldmat, sé þess óskað. Salur sem hentar fyrir smærri samkomur og ættarmót. Hentar vel fyrir veiðimenn. Gott aðgengi fyrir fatlaða. Tjaldsvæði með rafmagni og grillaðstöðu.