Hafursá gistihús


Hafursá er í útjaðri gamla Hallormsstaðaskógarins með fögru útsýni inn til Snæfells. Gisting í sumarhúsum eða íbúðum með eldunaraðstöðu. Einnig hægt að fá uppbúin rúm. Góð aðstaða fyrir ættarmót og stærri veislur með sal fyrir allt að 150 manns.