Hallormsstaðaskógur tjaldsvæði


Hallormsstaðaskógur er talinn stærstur skóga á Íslandi, um 740 ha. Hann er að mestu náttúrulegur birkiskógur en gerðar hafa verið tilraunir með innfluttar trjátegundir allt frá 1905.

Í skóginum eru tvö tjaldsvæði: Atlavík í fallegri vík niður við Lagarfljótið umvafið birkiskógi og Höfðavík sem er nýlegt tjaldsvæði með hærra þjónustustigi.