Hótel Hallormsstaður


Hótel Hallormsstaður býður upp á gistingu við allra hæfi í miðjum Hallormsstaðaskógi. Allt frá smáhýsum og yfir í svítur í glæsilegu 100 herbergja hóteli.

Á hótelinu er heilsulind með sauna og heitur pottur á vesturveröndinni þar sem hægt er að slaka á í kvöldsólinni með óviðjafnanlegt útsýni yfir skóginn og Fljótið.