Óbyggðasetur Íslands


Við leggjum metnað okkar í að taka á móti hverjum viðskiptavini sem góðum gesti. Dvöl á Óbyggðasetrinu á að vera upplifun og skapa góðar minningar. Kyrrðin og notalegt umhverfið í jaðri óbyggðanna ásamt einstökum gistimöguleikum og metnaðarfullri umgjörð innan dyra sem utan draga gesti okkur inn í ævintýri fyrri tíma og skapa sérstöðu sem við erum stolt af.

Hvort sem þú ert á ferðinni með gönguhópi, í hestaferð, eða einfaldlega í leit að skemmtilegri upplifun þá er baðstofan okkar góður kostur. Hver vill ekki prófa að gista í fortíðinni með þægindi nútímans við höndina ? Inn af baðstofunni er glæsilegt hreppstjórasvíta í gömlum stíl þar sem hvert smáatriði undirstrikar gæði og upplifun. Svítan getur einnig nýst sem fjölskylduherbergi. Viljir þú njóta baðstofustemningar fyrri alda en kýst þó að vera út af fyrir þig þá eru lokrekkjurnar okkar tilvalin kostur.

Íbúðarhús frá 1940 hefur verið endurbyggt í upprunalegri mynd og fjögur svefnherbergi innréttuð í anda fyrri ábúenda. Innréttingar, húsgögn og munir segja því gestum sögu lífs í jaðri óbyggðanna.

Lögð er áhersla á upplifun með góðum íslenskum mat. Ferskt hráefnið kemur úr óbyggðum, frá bændum á svæðinu og úr matjurtagarði húsfreyjunnar.


Tags: Wilderness center, , Óbyggðasetur Íslands