Snæfellsskáli


Snæfellsskáli er staðsettur vestan undir Snæfelli við veg F909. Skálinn rúmar 45 manns í gistingu og við hann er tjaldsvæði. Landverðir í skálanum veita upplýsingar um svæðið og bjóða upp á daglegar göngur yfir hásumarið. Nánari upplýsingar hjá landverði. Skammt frá er upphaf gönguleiðar á Snæfell og aðrar skemmri stikaðar leiðir. Inn við jökul er gestagatan „Í faðmi jökla“.