DSC02944 copy

Bílastæði og þjónusta


Bílastæðið við Hengifoss er niðri við þjóðveginn þar sem hinn 2,5 km langi göngustígur hefst. Að sumri til getur oft verið mikil örtröð bíla yfir daginn og jafnvel í bjartri sumarnóttinni. Við bílastæðið er hús með tveimur snyrtingum en óheimilt er að gista á bílastæðinum.


Bílastæði og þjónusa við fossinn

threedays

Þrír dagar


Þrír dagar í faðmi fljótsins. Morgunganga í Hallormsstaðaskógi, vaknað við svanasöng í Laugarfelli og farið í fjórhjóla- eða hestaferð.


Þrír dagar í faðmi fljótsins

IMG19 001 copy

Hvernig kemst ég?


Egilsstaðir eru næsta þéttbýli við Hengifoss, kaupstaður sem stendur við hringveginn. Frá Egilsstöðum er hægt að velja um tvær leiðir því að Hengifoss er við syðri enda Lagarfljóts og margir sem kjósa að keyra svokallaðan Lagarfljótshring í leiðinni.


Hvernig kemst ég á staðinn?

hiking-map2

Kort


Frá bílastæðinu byrjarðu á því að ganga upp tröppur. Síðan tekur við fremur álíðandi malarborinn stígur næsta kílómetrann. Þegar þú ert u.þ.b. hálfnaður upp, um 1,2 km frá bílastæðinu sérðu Litlanesfoss með sína fallegu stuðlabergsumgjörð. Þar liggja slóðir niður í gilið neðan við fossinn en þeir eru brattir og í lausri möl svo að það er vissara að fara varlega ef þú ætlar þér niður í gilið.


Skoða kort

hengifoss2014

Myndir


Á undanförnum árum hafa þúsundir ferðamanna gengið að fossinum og tekið af honum myndir.
Hin síðari ár hefur fólk verið duglegt að deila þeim á samfélagsmiðlum og leyft öllum að njóta. Með því að smella á merki samfélagsmiðlanna hér neðst á síðunni getur þú séð brot af þeim fjölmörgu myndum sem teknar hafa verið af fossinum.


Skoða myndir

DSC03035

Góð ráð


Fyrir það fyrsta skaltu gefa þér góðan tíma til að heimasækja Hengifoss og nágrenni hans. Það er svo margt fleira áhugavert í grenndinni. Þú getur m.a. kynnt þér það hér á þessari heimasíðu.


Finndu góð ráð