Bílastæði og þjónusta

Bílastæðið við Hengifoss er niðri við þjóðveginn þar sem hinn 2,5 km langi göngustígur hefst. Að sumri til getur oft verið örtröð bíla yfir daginn og jafnvel í bjartri sumarnóttinni. Við bílastæðið er hús með tveimur snyrtingum en óheimilt er að gista á bílastæðinu.

Sveitarfélagið Fljótsdalshreppur er búið að skipuleggja stækkun á bílastæði, byggingu nýs þjónustuhúss og endurbætur á göngustígum. Þær framkvæmdir er farnar af stað og lýkur innan fárra ára.

Yfir hásumarið er landvörður frá Vatnajökulsþjóðgarði hjá bílastæðinu við Hengifoss á morgnana til að veita upplýsingar og ráðgjöf.

Ef þú ert að leita að meiri þjónustu í grenndinni er margvíslega gisting í boði, nokkrir veitingastaðir, minjagripaverslanir og gestastofur í 5-15 km radíus frá fossinum. Allar upplýsingar um þá þjónustu finnurðu á þessari heimasíðu.