Laugarfell


Laugarfell er í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs, rétt norðan við Snæfell, aðeins 74 km frá Egilsstöðum. Gistirými fyrir 28 og boðið upp á morgunverð og kvöldmat. Einnig er hægt að fá léttar veitingar og nestispakka.

Tvær heitar náttúrulaugar, skemmtilegar gönguleiðir og fjöldi fagurra fossa. Opið daglega frá 1. júní og út september en utan þess geta hópar alltaf pantað þjónustu.