Vallanes - lífrænt býli


Hjá Móðir Jörð í Vallanesi fer fram lífræn ræktun og framleiðsla á hollustuafurðum úr jurtaríkinu. Þar er einnig skógrækt sem skapar skjól fyrir ræktunina og býður upp á ýmsa útivistarmöguleika. Asparhúsið er byggt úr viði af staðnum og hýsir verslun og veitingastofu. Boðið er uppá veitingar í takt við árstíðirnar og staðbundinn morgunmat úr íslensku korni, auk þess er hægt að kaupa ferskt grænmeti o.fl. úr smiðju Móður Jarðar.